17.12.08

Ísland fagra Ísland


Ég veit ekki alveg hvað maður á að segja núna. Eftir 24 tíma verð ég með Ebbu og Aniku á kastrup að bíða eftir að komast inní flugvélina mína til Íslands eftir árs fjarveru. Eitt ár er langt en samt finnst mér ekkert svo langt síðan að ég var að bera sófa uppá fjórðu hæð eftir að hafa verið nýkominn frá Íslandi. Það er gríðarlega skemmtilegt að flytja um leið og maður er búinn að vera að ferðast í 12 tíma mæli með því. Mér finnst heldur ekki svo langt síðan að ég flutti í mína eigin íbúð í febrúar. Síðan leið tíminn og ég bjó einn í nokkra mánuði þangað til að mín heitt elskaða flutti inn.
Ég veit ekki hvort að ég geti trúað þessu en ég er 22 ára í sambúð með æðislegri stelpu og lífið er yndislegt. Akkúrat núna gæti lífið varla verið betra því að veraldlegir hlutir eru aukaatriði.
Fyrir rúmu 1 og hálfu ári síðan bjó ég á Íslandi heima hjá foreldrum mínum og gerði lítið annað en að vinna og djamma, litlar sem engar áhyggjur. Í dag bý ég eins og ég sagði ekki heima hjá mér heldur í íbúð með stelpu og alveg nóg af áhyggjum, aðalega fjárhagslegum samt. Lífið er samt gott ef ekki betra en þegar að ég bjó á Íslandi, ekki að það hafi verið slæmt það var líka frábært. En það er ótrúlegt hvað maður getur þroskast á stuttum tíma og lærir. Ég man nú eftir því þegar að maður var lítill og stelpur voru ógeðslega asnalegar og kjánalegar. Ég hugsa að litli Svenni myndi slá mig í dag fyrir að vera að þessari vitleysu.

En já eins og ég sagði að þá fer ég til Íslands á morgun og ég reikna með að það verði virkilega gaman. Mamma ætlar að elda lambalæri á föstudaginn og við ætlum að hafa það kósý fjölskyldan. Það má segja að það sem að ég sakni mest frá Íslandi að það sé fjölskyldan mikið djöfull sakna ég þeirra. Guði sé lof að þá fékk ég aðeins að sjá andlitið á pabba hérna í vor og svo kom litli bróðir líka aðeins í vor. En mamma og litla systir hef ég ekki séð síðan í janúar. En á morgun fæ ég að sjá þau öll sömul.
Síðan eru það jú vinirnir líka. Gísli hefur ákveðið að halda smá teiti fyrir hópinn til að hrista okkur saman aftur en síðast hittumst við öll síðustu jól en þau komu nú samt flest af þeim til köben í mars og Gísli var nú hérna í soldin tíma í sumar. Dóri kom líka í heimsókn í sumar og ekki var það nú minni gleði hjá okkur félögunum.

Núna er samt Kira farin heim til sín og við munum ekki sjá hvort annað í 3 VIKUR!!! þessar vikur eiga nú samt eftir að líða hratt og fljótlega verður lífið aftur komið í sinn vanagang hérna á Marstrandsgade 36.

8.12.08

Stewie Griffin

2 stelpur og 1 bolli


Sexy Party

7.12.08

Hæfileikaþættir


Hver kannast ekki við Idol? Jú allir gera það ekki satt? Idol var ágætisþáttur svo sem að átti að búa til næstu stjörnuna. En ef að við förum aðeins að spá í þessu með Idol stjörnur Íslands að þá man enginn eftir þeim.
Fyrsti sigurvegarinn var Kalli Bjarni, sjóarinn frá Grindavík.
Jæja hver man eftir Kalla Bjarna? Jú við munum flest eftir Kalla Bjarna vegna þess að Kalli Bjarni smyglaði inn fullt af kóki inn til landsins og var síðan handtekin eftir að hann var dæmdur með fullt af spítti. Þess vegna munum við eftir Kalla Bjarna. Kalli Bjarni var á sjó þarna síðasta árið áður en að hann endaði uppá Litla-Hrauni Kalli Bjarni var ekki að meika það á Broadway og bjó við hliðiná Bubba Morthens...nei hann var NOBODY!!
Næsti sigurvegarinn var Hildur Vala. Hildur Vala hmmm hvað er hún að gera í dag? Ég held reyndar að hún sé að gefa út einhverjar plötur. Kom hún ekki í séð og heyrt útaf því að hún var/er með Jóni Ólafssyni snillingi úr Ný Dönsk? jú alveg rétt þannig man ég eftir henni..."stelpan þarna sem að að hözzlaði Jón Ólafs."
Sigurvegarinn úr seríu 3 er þarna dúddinn þarna öööö shit verð að skella mér á google. Snorri Snorrason heitir maðurinn, hann gaf út plötu eftir Idol held ég og er að gefa út eitthvað meira held ég...kannski ekki ég veit ekki. En hann er allavegana ekki ógeðslega töff og á heima við hliðiná Bubba Morthens. Núna fékk ég smá updeit...hann var að spila á HLJÓMBORÐ með jet black joe og var svo með guns and roses tribute á nasa síðustu helgi, frábært. En og aftur ekki stjarna.
En þess má geta að söngvarinn í Dísel var einmitt í 3. seríu af Idol...hann er töff ;)

Idol gaf okkur samt fullt af lélegum þáttum eftir þetta eins og X-Factor, Got Talent, Think u can Dance og pottþétt eitthvað meira. Ég þoli ekki þessa þætti það er bara þannig. Fyrstu þættirnir eru góðir því að þá getur maður grenjað úr hlátri yfir þessu dóti...sumt fólk heldur að það getur sungið eða dansað eða what ever en getur ekki blautan skít. Reyndar verð ég að viðurkenna að ég fylgdist aðeins með 3 seríunni af Idol á Íslandi en það var bara útaf söngvaranum í Dísel mér finnst hann svo töff.

Ekki segja mér að hann sé ekki töff ;)

6.12.08

Síðasti áratugur.


Hver man ekki eftir síðasta áratugi þegar að internetið var munaður og við vorum bara með 56kb tenginu sem að þurfti mínútu til að hringja upp og maður fékk að vera á netinu í 20 mínútur á dag. Það voru góðir tímar. Maður hjékk á ircinu óspart og sagði "hæ ask" við fólk sem að maður talaði við. Ef að maður var ógeðslega kúl að þá var maður með ógeðslega ljóta html síðu með asnalegum fídusum, helst einhverju blikkandi eða einhverju sem að fór yfir skjáinn. (Kennarar í menntaskólum íslands eru þekktir fyrir að hafa óhugnalega ljótar html síður.)
En síðasti áratugugur var massa kúl.
Ég sá þátt á TV2 Zulu um 10. áratuginn hann hét 101 ástæða fyrir því að 10 áratugurinn rokkaði.

Hérna eru nokkur atriði af topp 20 listanum.
13. The Real World Það er þessum þætti að kenna að við erum með ógeðslega mikið af drasl raunveruleikaþáttum í dag.
10. Spice Girls Hver man ekki eftir spice girls. Þær voru vinsælar þegar að ég var að uppgvötva að stelpur væru ekki ógeðslegar og ég man hvað maður slefaði yfir þessum skvísum.
8. Michael Jordan Eigum við að ræða þetta eitthvað eða?
7. "Titanic" Haha ég fór á deit í bíó á þessa mynd. Ég var 11 ára og gríðarlegur player. Mig minnir meira að segja að ég hafi slegist við tárin í atriðinu þegar að DiCaprio sökk í sjóinn.
5. Friends Klárlega besta TV sería sem að gerð hefur verið án efa
4. The Internet Klárlega töff eigum við að ræða það eitthvað?
3. Bill Clinton hann var gríðarlegur kjáni
1. Seinfeld Massa fyndnir þættir um ekki neitt horfði samt aldrei almennilega á þetta.

Síðasti áratugur var svo miklu meira töff en sá sem að við erum í núna. Núna fylgjumst bara með Paris Hilton og höngum á Facebook. Hvernig verður næsti áratugur?

Þetta er CLASSIC