6.12.08

Síðasti áratugur.


Hver man ekki eftir síðasta áratugi þegar að internetið var munaður og við vorum bara með 56kb tenginu sem að þurfti mínútu til að hringja upp og maður fékk að vera á netinu í 20 mínútur á dag. Það voru góðir tímar. Maður hjékk á ircinu óspart og sagði "hæ ask" við fólk sem að maður talaði við. Ef að maður var ógeðslega kúl að þá var maður með ógeðslega ljóta html síðu með asnalegum fídusum, helst einhverju blikkandi eða einhverju sem að fór yfir skjáinn. (Kennarar í menntaskólum íslands eru þekktir fyrir að hafa óhugnalega ljótar html síður.)
En síðasti áratugugur var massa kúl.
Ég sá þátt á TV2 Zulu um 10. áratuginn hann hét 101 ástæða fyrir því að 10 áratugurinn rokkaði.

Hérna eru nokkur atriði af topp 20 listanum.
13. The Real World Það er þessum þætti að kenna að við erum með ógeðslega mikið af drasl raunveruleikaþáttum í dag.
10. Spice Girls Hver man ekki eftir spice girls. Þær voru vinsælar þegar að ég var að uppgvötva að stelpur væru ekki ógeðslegar og ég man hvað maður slefaði yfir þessum skvísum.
8. Michael Jordan Eigum við að ræða þetta eitthvað eða?
7. "Titanic" Haha ég fór á deit í bíó á þessa mynd. Ég var 11 ára og gríðarlegur player. Mig minnir meira að segja að ég hafi slegist við tárin í atriðinu þegar að DiCaprio sökk í sjóinn.
5. Friends Klárlega besta TV sería sem að gerð hefur verið án efa
4. The Internet Klárlega töff eigum við að ræða það eitthvað?
3. Bill Clinton hann var gríðarlegur kjáni
1. Seinfeld Massa fyndnir þættir um ekki neitt horfði samt aldrei almennilega á þetta.

Síðasti áratugur var svo miklu meira töff en sá sem að við erum í núna. Núna fylgjumst bara með Paris Hilton og höngum á Facebook. Hvernig verður næsti áratugur?

Þetta er CLASSIC


No comments: