17.12.08

Ísland fagra Ísland


Ég veit ekki alveg hvað maður á að segja núna. Eftir 24 tíma verð ég með Ebbu og Aniku á kastrup að bíða eftir að komast inní flugvélina mína til Íslands eftir árs fjarveru. Eitt ár er langt en samt finnst mér ekkert svo langt síðan að ég var að bera sófa uppá fjórðu hæð eftir að hafa verið nýkominn frá Íslandi. Það er gríðarlega skemmtilegt að flytja um leið og maður er búinn að vera að ferðast í 12 tíma mæli með því. Mér finnst heldur ekki svo langt síðan að ég flutti í mína eigin íbúð í febrúar. Síðan leið tíminn og ég bjó einn í nokkra mánuði þangað til að mín heitt elskaða flutti inn.
Ég veit ekki hvort að ég geti trúað þessu en ég er 22 ára í sambúð með æðislegri stelpu og lífið er yndislegt. Akkúrat núna gæti lífið varla verið betra því að veraldlegir hlutir eru aukaatriði.
Fyrir rúmu 1 og hálfu ári síðan bjó ég á Íslandi heima hjá foreldrum mínum og gerði lítið annað en að vinna og djamma, litlar sem engar áhyggjur. Í dag bý ég eins og ég sagði ekki heima hjá mér heldur í íbúð með stelpu og alveg nóg af áhyggjum, aðalega fjárhagslegum samt. Lífið er samt gott ef ekki betra en þegar að ég bjó á Íslandi, ekki að það hafi verið slæmt það var líka frábært. En það er ótrúlegt hvað maður getur þroskast á stuttum tíma og lærir. Ég man nú eftir því þegar að maður var lítill og stelpur voru ógeðslega asnalegar og kjánalegar. Ég hugsa að litli Svenni myndi slá mig í dag fyrir að vera að þessari vitleysu.

En já eins og ég sagði að þá fer ég til Íslands á morgun og ég reikna með að það verði virkilega gaman. Mamma ætlar að elda lambalæri á föstudaginn og við ætlum að hafa það kósý fjölskyldan. Það má segja að það sem að ég sakni mest frá Íslandi að það sé fjölskyldan mikið djöfull sakna ég þeirra. Guði sé lof að þá fékk ég aðeins að sjá andlitið á pabba hérna í vor og svo kom litli bróðir líka aðeins í vor. En mamma og litla systir hef ég ekki séð síðan í janúar. En á morgun fæ ég að sjá þau öll sömul.
Síðan eru það jú vinirnir líka. Gísli hefur ákveðið að halda smá teiti fyrir hópinn til að hrista okkur saman aftur en síðast hittumst við öll síðustu jól en þau komu nú samt flest af þeim til köben í mars og Gísli var nú hérna í soldin tíma í sumar. Dóri kom líka í heimsókn í sumar og ekki var það nú minni gleði hjá okkur félögunum.

Núna er samt Kira farin heim til sín og við munum ekki sjá hvort annað í 3 VIKUR!!! þessar vikur eiga nú samt eftir að líða hratt og fljótlega verður lífið aftur komið í sinn vanagang hérna á Marstrandsgade 36.

No comments: